Vörumynd

Reisubók Ólafíu Arndísar

Höfundur: Kristjana Friðbjörnsdóttir

Tveimur dögum eftir að skóla lýkur birtist amma Ólafíu Arndísar og býður henni með sér í ferðalag. Hún ætlar að þvælast um á ævafornum húsbíl...

Höfundur: Kristjana Friðbjörnsdóttir

Tveimur dögum eftir að skóla lýkur birtist amma Ólafíu Arndísar og býður henni með sér í ferðalag. Hún ætlar að þvælast um á ævafornum húsbíl og heimsækja gamla vini. Ólafíu líst hálfilla á blikuna en af því að hún fær glænýja spjaldtölvu til að skrá ferðasöguna á ákveður hún að slá til.Hér er reisubókin komin út … en þó ekki eins og amman sá hana fyrir sér!

Lesendur þekkja ólátabelginn Ólafíu Arndísi úr Flateyjarbréfunum og Dagbók Ólafíu Arndísar , en fyrir fyrri bókina hlaut Kristjana Friðbjörnsdóttir Barnabókaverðlaun menntaráðs Reykjavíkur. Reisubók Ólafíu Arndísar er sprenghlægileg saga handa krökkum á aldrinum 7–12 ára.

Margrét E. Laxness myndskreytti.

****
„Eins og í fyrri bókum nær Kristjana að fræða lesandann um sögu, landafræði og fleira án þess að eftir því sé tekið, svo vel fellur fræðslan inn í söguþráðinn. Ungir lesendur ættu að verða betur að sér eftir þennan lestur auk þess sem bókin er algjör skemmtilesning. … Eftir lestur allra þriggja bókanna er Ólafía Arndís orðin ein af mínum uppáhaldsskáldsagnapersónum. Lífleg og klár stelpa sem lifnar svo sannarlega við á blaðsíðunum. “
Ingveldur Geirsdóttir / Morgunblaðið

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt