Ísland í nærmynd er ljósmyndabók eftir Thorsten Henn sem kemur út á íslensku, ensku og þýsku. Thorsten lagði af stað með það að leiðarljósi að ka...
Ísland í nærmynd er ljósmyndabók eftir Thorsten Henn sem kemur út á íslensku, ensku og þýsku. Thorsten lagði af stað með það að leiðarljósi að kanna frumefni landsins og þess vegna er bókinni er skipt í fjóra hluta eftir stíl og myndefnum sem nefnast Land, Vatn, Loft og Fólk . Að mati Thorstens væri myndin ekki fullgerð nema „eldþjóðin“ fái sinn sess og hið flókna samband Íslendinga við náttúruna.
Í Landi eru myndir af landslagi; hraunbreiðum, fjallgörðum, stuðlabergi, heiðum og hellum. Í Vatni gefur að líta ár og gil, úfinn sjó, fossa, hveri, báta og skip. Loft sýnir landið úr lofti. Þar sjást jöklar, litskrúðug gil, ræktarlönd, strendur, mannvirki, lón, gígar o.m.fl. Í kaflanum um Fólk eru myndir af ýmsu þjóðþekktu fólki af sviði lista, fjölmiðla og stjórnmála, en ekki síður bændum, björgunarsveitamönnum, verslunarfólki og þar fram eftir götunum.