Vörumynd

Milli mála 3 - 2011

Þriðja hefti ársrits Stofnunar Vigdísar
Finnbogadóttur "Milli mála", árgangur 2011, er
komið út. Þema heftisins er erlendar bókmenntir
frá ýmsum sjónarhornu...

Þriðja hefti ársrits Stofnunar Vigdísar
Finnbogadóttur "Milli mála", árgangur 2011, er
komið út. Þema heftisins er erlendar bókmenntir
frá ýmsum sjónarhornum og rita sjö fræðimenn
Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur greinar
greinar í það. Sex af þessum sjö greinum fjalla
um þemað en í þeirri sjöundu segir frá rannsókn
á tungumálakennslu og aðlögun innflytjenda á
Norðurlöndum. Greinarnar eru skrifaðar á
íslensku, ensku og ítölsku, enda hefur það verið
stefna ritstjórnar frá upphafi að gefa höfundum
kost á að skrifa á móður- eða kennslumáli sínu.
Auk fræðigreinanna er einnig að finna nokkrar
þýðingar í ársritinu. Þeir fræðimenn SVF sem
eiga greinar í þriðja hefti Milli mála eru:
Ásdís R. Magnúsdóttir, Birna Arnbjörnsdóttir,
Hólmfríður Garðarsdóttir, Magnús Fjalldal,
Martin S. Regal, Oddný G. Sverrisdóttir og
Stefano Rosatti. Ritstjórar bókarinnar eru
Sigrún Ástríður Eiríksdóttir og Erla
Erlendsdóttir

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt