Vörumynd

Risasyrpa - Sjóræningjar


Hvað dettur ykkur í hug þegar minnst er á sjóræningja?
Kannski gullpeningar, seglskip, fjársjóðskort, páfagaukar og leppur fyrir auga? Allt þetta og meira til er að finna í þess...

Hvað dettur ykkur í hug þegar minnst er á sjóræningja?
Kannski gullpeningar, seglskip, fjársjóðskort, páfagaukar og leppur fyrir auga? Allt þetta og meira til er að finna í þessari sprellfjörugu Risasyrpu!
Andrés dreymir um að verða skipstjóri, Mína fer í ráðgátusiglingu sem endar með óvæntum hætti, Jóakim fær fregnir af sokkinni fjársjóðseyju sem hann vill slá eign sinni á og Mikki fréttir af dularfullum sjóræningjum í Kyrrahafi. Fiðri kaupir óvart gamalt skrifborð úr sjóræningjaskipi á uppboði, en borðið geymir leyndarmál sem verður upphafið á miklu ævintýri.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt