Vörumynd

Englasmiðurinn - MP3

Á Hvaley fyrir utan Fj„llbacka hverfur
fjölskylda sporlaust um páskana 1974. Í matsal
skólahússins, þar sem fjölskyldan býr, koma menn
að dúkuðu veisluborði...

Á Hvaley fyrir utan Fj„llbacka hverfur
fjölskylda sporlaust um páskana 1974. Í matsal
skólahússins, þar sem fjölskyldan býr, koma menn
að dúkuðu veisluborði. Þar er líka yngsta
dóttirin, hin ársgamla Ebba, en af öðrum
fjölskyldumeðlimum finnst hvorki tangur né tetur
þrátt fyrir umfangsmikla leit. Löngu síðar snýr
Ebba aftur til Hvaleyjar með manni sínum til að
setjast þar að. Þau hjónin hafa nýverið misst
ungan son og í tilraun til að vinna bug á
sorginni ætla þau sér að gera gamla skólahúsið
upp og opna gistiheimili í húsinu þar sem
faðir hennar hafði með harðri hendi stýrt
heimavistarskóla fyrir syni efnafólks. Þau hafa
vart hafist handa þegar tilraun er gerð til að
brenna þau inni. Í framhaldinu finnast gamlar
leifar af blóði þegar gólfið í matsalnum er
rifið upp Í það er engu líkara en óhugnaður
fortíðarinnar hafi elt þau uppi.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt