Vörumynd

Nýsköpunar- og frumkvöðlafræði

Nýsköpunar- og frumkvöðlafræði er ný fræðigrein
sem hefur skapað sér fastan sess við háskóla á
Vesturlöndum. Hér er fjallað um helstu
viðfangsefni þessarar ...

Nýsköpunar- og frumkvöðlafræði er ný fræðigrein
sem hefur skapað sér fastan sess við háskóla á
Vesturlöndum. Hér er fjallað um helstu
viðfangsefni þessarar fræðigreinar og tengsl
hennar við aðrar fræðigreinar. Gerð er grein
fyrir hvers vegna skólaspeki viðtekinnar
hagfræði og hagrænnar frjálshyggju er gagnslítil
til skýringar á hreyfiöflum nýsköpunarstarfsemi.
Jafnframt er fjallað um snertifleti hennar við
sálfræði, félagsfræði og stjórnmálafræði. Gerð
er grein fyrir helstu kenningum og rannsóknum
innan nýsköpunar- og frumkvöðlafræða og fjallað
um stjórnunaraðferðir nýsköpunar- og
frumkvöðlastarfsemi. Höfundur setur fram
kenningu um samræna nýsköpunarstarfsemi sem
leggur áherslu á að nýsköpun er fyrst og fremst
samstarfsferli. Bókin er gagnleg við kennslu
námskeiða á BA/B.Sc Í og meistarastigum í
háskólum, en er skrifuð þannig að hún er
aðgengileg fyrir alla þá sem vilja kynna sér
þessa nýju og heillandi fræðigrein.

Verslanir

  • Penninn
    4.046 kr.
    3.641 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt