Vörumynd

Hagræn áhrif kvikmyndalistar

Hagræn áhrif kvikmyndalistar eftir Ágúst
Einarsson prófessor er fyrsta bókin sem kemur út
á íslensku um hagræn áhrif kvikmynda. Í bókinni
er greint frá þróu...

Hagræn áhrif kvikmyndalistar eftir Ágúst
Einarsson prófessor er fyrsta bókin sem kemur út
á íslensku um hagræn áhrif kvikmynda. Í bókinni
er greint frá þróun kvikmynda sem hluta af
menningu og skapandi atvinnugreinum. Íslendingar
hafa ýmiss konar hlutfallslega yfirburði í
kvikmyndagerð og hafa náð langt á því sviði.
Kvikmyndaiðnaður er nú þegar mikilvægur þáttur í
efnahagslífi okkar og getur orðið enn stærri.
Meðal helstu niðurstaðna bókarinnar er að
skynsamlegt og ábatasamt er að veita meira
fjármagni til kvikmyndagerðar og efla menntun
innan greinarinnar. Bókin er 245 bls. og er með
fjölda mynda og taflna. Auk þess eru í bókinni
stutt æviágrip þrjátíu og fimm innlendra og
erlendra einstaklinga sem hafa sett svip sinn á
kvikmyndir síðastliðin 100 ár. Dr. Ágúst
Einarsson er prófessor við Háskólann á Bifröst
og fyrrverandi rektor skólans og fyrrverandi
alþingismaður. Ágúst hefur gefið út margar
bækur, þar á meðal Rekstrarhagfræði, Verkefni í
rekstrarhagfræði og Hagræn áhrif tónlistar.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt