Vörumynd

Snorri: Ævisaga Snorra Sturlusonar 1179-1241

Höfundur: Óskar Guðmundsson

Snorri Sturluson (1179-1241) hefur sett meira mark á Íslandssöguna og menningarsögu í Vestur-Evrópu en flestir aðrir einstaklingar. Ævisaga hans sætir...

Höfundur: Óskar Guðmundsson

Snorri Sturluson (1179-1241) hefur sett meira mark á Íslandssöguna og menningarsögu í Vestur-Evrópu en flestir aðrir einstaklingar. Ævisaga hans sætir því miklum tíðindum. Hér er sögð saga mikilhæfs manns sem þurfti að kljást við konunga í útlöndum, höfðingja heima fyrir, börnin sín og breyskleika sína. En þessi maður sem barðist við heiminn fyrir átta öldum sigraði hann líka með bókmenntunum.

Höfundurinn hefur hér dregið saman fróðleik og bundið í frásögn örlagasögu sem margir kannast við en fáir þekkja til hlítar. Sagt er frá vígamönnum og vopnaskaki, hefðarfólki og alþýðu, guðsmönnum og gróðapungum, konungum og kotungum. Hér segir af ógleymanlegum menningarafrekum og ritstörfum og hraplegum aldurtila söguhetjunnar.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt