Vörumynd

Íslenskir fiskar - ný

Bókin Íslenskir fiskar eftir Gunnar Jónsson og
Jónbjörn Pálsson með vatnslitamyndum Jóns
Baldurs Hlíðberg kom fyrst út árið 2006 og var
strax tekið ákaflega...

Bókin Íslenskir fiskar eftir Gunnar Jónsson og
Jónbjörn Pálsson með vatnslitamyndum Jóns
Baldurs Hlíðberg kom fyrst út árið 2006 og var
strax tekið ákaflega vel. Hún hefur verið
ófáanleg um árabil en birtist nú aukin og
endurskoðuð í þægilegu handbókarformi og með
plasthlífðarkápu.
Þetta er einstæð
fróðleikskista þar sem gerð er grein fyrir öllum
þeim ríflega 350 fisktegundum sem fundist hafa í
hafinu umhverfis Ísland og í vötnum landsins Í
vel á annan tug fiska hafa bæst við frá því
bókin kom síðast út.
Bókin er tvískipt. Í fyrri
hlutanum er fjallað um búsvæði, þróun og
líffræði fiskanna en sá síðari geymir ítarlega
umfjöllun um hverja tegund. Nákvæmar
vatnslitamyndir Jóns Baldurs Hlíðberg af hverri
þeirra sýna fiskana ljóslifandi, kort sýna
útbreiðsluna og ýmis sérkenni eru dregin fram í
skýringarmyndum. Bókin opnar ungum sem öldnum
einstæða innsýn í heim fiskanna og nýtist m.a.
námsmönnum og sjómönnum og öllum þeim sem unna
umhverfinu og náttúru landsins

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt