Vörumynd

Eddukvæði í öskju

kvæði eru ómetanlegur ljóðarfur með rætur í
munnlegri hefð úr heiðni. Þau fjalla um norræn
goð Í með Óðin og Þór, Frigg og Freyju, Baldur
og Loka í aðalhlut...

kvæði eru ómetanlegur ljóðarfur með rætur í
munnlegri hefð úr heiðni. Þau fjalla um norræn
goð Í með Óðin og Þór, Frigg og Freyju, Baldur
og Loka í aðalhlutverkum Í og germanskar hetjur
á borð við ástarþríhyrninginn Brynhildi
Buðladóttur, Sigurð Fáfnisbana og Guðrúnu
Gjúkadóttur. Kvæðin eru í senn ævaforn og
sífersk að efni, tungutaki og skáldskap.

Hér
segir af upphafi heimsins og ragnarökum í
Völuspá, Hávamál geyma sígilda visku um mannlega
breytni og síðan taka við leikræn helgiljóð,
gamanbragir um goðin og áhrifamiklar ástar- og
bardagasögur frá sjónarhorni beggja kynja.

Gísli Sigurðsson rannsóknarprófessor bjó
kvæðin til útgáfu með nútímastafsetningu og
ritar ýtarlegan inngang ásamt greinargóðum
skýringum og eftirmála við hvert k væði. Þá
fylgir skrá um nöfn persóna og staða.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt