Vörumynd

Prjónað úr íslenskri ull ÓB

Prjónað úr íslenskri ull er mikill fengur fyrir
áhugasamt prjónafólk sem þyrstir í klassískar og
fallegar uppskriftir að flíkum úr íslenskri ull
en jafnfram...

Prjónað úr íslenskri ull er mikill fengur fyrir
áhugasamt prjónafólk sem þyrstir í klassískar og
fallegar uppskriftir að flíkum úr íslenskri ull
en jafnframt fræðandi og skemmtileg bók fyrir
alla sem hafa áhuga á sögu handverks og ullar.
Í
bókinni er að finna 65 uppskriftir sem valdar
eru í samstarfi við Ístex. Margar hverjar eru
áður ófáanlegar sígildar uppskriftir og aðrar
nýrri með nýtískulegu ívafi. Áherslan er lögð á
lopapeysur en einnig eru uppskriftir að smærri
viðfangsefnum eins og húfum, sokkum, vettlingum
og treflum. Segja má að í bókinni sé að finna
úrval vinsælustu íslenskra prjónauppskrifta í
gegnum tíðina.
Í bókinni er einnig í fyrsta
skipti rakin á einum stað saga prjóns á Íslandi,
allt frá upphafi til nútímans. Sérstaklega er
litið til uppruna íslensku lopapeysunnar auk
þess sem fjallað er um íslenskan ullariðnað.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt