Vörumynd

Nudd fyrir þig og þína

Höfundur: Monica Rosenberry

Snertu · strjúktu · slakaðu á!

Nudd – fyrir þig og þína er hagnýt nuddbók eftir Monicu Rosenberry í þýðingu Guðrúnar Bjarkadóttur.

...

Höfundur: Monica Rosenberry

Snertu · strjúktu · slakaðu á!

Nudd – fyrir þig og þína er hagnýt nuddbók eftir Monicu Rosenberry í þýðingu Guðrúnar Bjarkadóttur.

Það er okkur í blóð borið að nota snertingu til að tengjast hvert öðru, róa og græða. Með því að nýta okkur aldagamla nuddtækni og tengja hana við snertiþörf okkar getum við látið okkur sjálfum – og öðrum – líða vel.

Í bókinni eru skýrar og einfaldar leiðbeiningar ásamt litmyndum notaðar til að útskýra nuddaðferðir þrep fyrir þrep og er farið yfir allan líkamann frá hvirfli til ilja og áhersla lögð á þau svæði þar sem algengast er að spennu og verkja verði vart. Oftast er gert ráð fyrir samspili nuddara og nuddþega en einnig er lýst ýmsum aðferðum sem þú getur beitt á sjálfa(n) þig til að slaka á og auka orkuna. Hér er líka lýst aðferðum til að vinna bug á t.d. flugþreytu og þynnku.

Nudd – fyrir þig og þína er létt leiðsögubók, uppspretta hugmynda og auðveld í notkun. Hér finnurðu einfaldar lausnir á hversdagsvandamálum þínum – hvort sem þú ert heima, í vinnu eða á ferð og flugi.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt