Vörumynd

Bard of Iceland - ný -Ób

Út er komin hjá Máli og menningu
brautryðjandaverk um listaskáldið Jónas
Hallgrímsson. Bard of Iceland er viðamesta og
markverðasta bók sem út hefur komið u...

Út er komin hjá Máli og menningu
brautryðjandaverk um listaskáldið Jónas
Hallgrímsson. Bard of Iceland er viðamesta og
markverðasta bók sem út hefur komið um íslenskt
þjóðskáld á erlendu máli og um leið afar
áhugavert fræðirit um ljóðaþýðingar.Höfundurinn
Dick Ringler, prófessor emeritus í enskum
miðaldabókmenntum og norrænum fræðum við
Wisconsin háskóla, fjallar um Jónas af víðsýni
og einstöku innsæi og birtir jafnframt þýðingar
sínar á lykilverkum hans með ítarlegum
skýringum. Bard of Iceland kom fyrst út í
Bandaríkjunum árið 2002 en er nú loksins fáanleg
hérlendis.
Í bókinni rekur Ringler sögu
Jónasar, kynnir landshætti hér og í Danmörku og
tengir skáldið við strauma og stefnur síns tíma,
m.a. við skáldskap samtímamanna hans í Evrópu.
Einnig er í bókinni ítarleg umfjöllun um
bragarhætti sem Jónas notar, íslenska og
erlenda.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  4.190 kr.
  Skoða
 • Penninn
  2.199 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt