Vörumynd

Ísland í aldanna rás - 19. öld

Bókaflokkurinn >>>Ísland í aldanna rás hlotið fádæma góðar viðtökur. Áður hefur verið
fjallað um sögu tuttugustu aldarinnar en nú er
horft lengra aftur og n...

Bókaflokkurinn >>>Ísland í aldanna rás hlotið fádæma góðar viðtökur. Áður hefur verið
fjallað um sögu tuttugustu aldarinnar en nú er
horft lengra aftur og nítjánda öldin rakin ár
frá ári. Í þessu margbrotna stórvirki er dregin
upp greinargóð og lifandi mynd af þeim gífurlegu
breytingum sem urðu á íslensku samfélagi með
upplýsingarstefnunni, verslunarfrelsi,
Fjölnismönnum og þjóðfrelsisbaráttunni á
nítjándu öld. Daglegt líf í landinu og markverð
tíðindi aldarinnar birtast ljóslifandi í
vönduðum, fróðlegum og líflegum texta Bjarka
Bjarnasonar og meðhöfunda hans. Bókin, sem er
rúmlega 500 blaðsíður í stóru broti, er ríkulega
skreytt myndum og kortum sem styðja og styrkja
frásögnina. Aftast í bókinni er ýtarleg nafna-
og atriðisorðaskrá sem auðveldar eigendum hennar
að fræðast um eða rifja upp einstaka atburði.
Þetta er grundvallarrit fyrir allar kynslóðir,
fyrir alla þá sem vilja skyggnast inn í heim
liðinna tíma og skilja betur hvað mótaði þjóðina.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt