Vörumynd

Icelandic food and cookery

Icelandic Food and Cookery er bók sem gefur
sannkallað bragð af Íslandi en í henni er að
finna hefðbundnar og nútímalegar íslenskar
uppskriftir, yfirlit um ...

Icelandic Food and Cookery er bók sem gefur
sannkallað bragð af Íslandi en í henni er að
finna hefðbundnar og nútímalegar íslenskar
uppskriftir, yfirlit um sögu matargerðar á
Íslandi, matartengdar sagnir og fróðleik.

Bókin
hefst á sögulegum inngangi um íslenskan mat og
eldamennsku allt frá landnámi til nýja norræna
eldhússins. Fjallað er um hefðbundinn íslenskan
hátíðamat og matarhefðir tengdar ákveðnum dögum
í sérstökum kafla en meginefni bókarinnar er
uppskriftir að algengum íslenskum réttum,
einskonar ferðalag um íslenskan heimilismat 20.
aldar. Flestar uppskriftirnar eru úr fjölskyldu
höfundar eða gömlum matreiðslubókum og tímaritum
en einnig eru þar vinsælar nýlegar uppskriftir.
Hverri uppskrift fylgja upplýsingar um sögu og
uppruna réttarins, matartengdar fjölskyldusögur
eða annar skemmtilegur fróðleikur sem á einn eða
annan hátt setur réttinn í samhengi og vekur upp
tilfinningu fyrir íslenskri matseld og menningu
og hvernig hún hefur þróast og breyst.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  3.490 kr.
  Skoða
 • Penninn
  3.699 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt