Vörumynd

Stóra handavinnubókin UPPSELD

Stóra handavinnubókin er ómissandi handbók fyrir
alla sem hafa áhuga á hannyrðum, hvort sem það
er að prjóna, hekla eða sauma.
Hér er öllum
helstu ...

Stóra handavinnubókin er ómissandi handbók fyrir
alla sem hafa áhuga á hannyrðum, hvort sem það
er að prjóna, hekla eða sauma.
Hér er öllum
helstu aðferðum lýst skref fyrir skref í máli og
myndum og leiðbeint um áhöld og efni. Bókin
gagnast byrjendum einstaklega vel: Grunnaðferðir
eru sýndar og útskýrðar, sagt hvernig lesa á úr
uppskriftum, fylgja munsturteikningum og vinna
sig áfram frá einföldustu sporum og lykkjum.
Vant handavinnufólk getur rifjað upp flóknari
tækni og lært nýtt handbragð, flett upp aðferð
eða munstri og fengið innblástur með því að
skoða þá margvíslegu handavinnu sem hér er
sýnd.
Ótal aðferðir við að prjóna og hekla,
fjölbreytt útsaumsspor, bútasaumsmunstur af ýmsu
tagi, góð ráð, snjallar hugmyndir, snyrtilegur
frágangur: Allt þetta og meira til má kynna sér
í þessari einstaklega gagnlegu handbók.
Stóra
handavinnubókin er stærsta alhliða hannyrðabók
sem komið hefur út á íslensku; kjörin grunnbók
fyrir allt áhugafólk um textílmennt.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt