Vörumynd

Fíasól í hosiló -Kilja

Bækurnar um æringjann stórskemmtilega Fíusól
hafa slegið í gegn hjá lesendum á liðnum árum.
Sagan um Fíusól í hosiló hefur lengi verið
uppseld en er nú loks...

Bækurnar um æringjann stórskemmtilega Fíusól
hafa slegið í gegn hjá lesendum á liðnum árum.
Sagan um Fíusól í hosiló hefur lengi verið
uppseld en er nú loksins fáanleg aftur í kilju.

Fíasól er sjö ára gömul gleðisprengja sem nýtur
lífsins fram í fingurgóma. Samt býr hún í
hræðilega herberginu í Grænalundi þar sem
draugahópur hangir undir rúminu hennar. Hún
móðgar jólasveina og strætóbílstjóra og þarf að
fara í hættulega fjallgöngu og veiðiferð að
næturlagi.
Fíasól í hosiló eru gleðisögur af
duglegri stelpuskottu eftir Kristínu Helgu
Gunnarsdóttur. Sá sem veit nákvæmlega hvernig
Fíasól lítur út og er flinkastur allra að teikna
hana heitir Halldór Baldursson.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt