Vörumynd

ÞÞ í fátæktarlandi -Kilja

Ævisaga Þórbergs Þórðarsonar, skráð af
rithöfundinum Pétri Gunnarssyni, hefur vakið
verðskuldaða athygli. Fyrra bindi sögunnar, ÞÞ Í
Í fátæktarlandi, kom út...

Ævisaga Þórbergs Þórðarsonar, skráð af
rithöfundinum Pétri Gunnarssyni, hefur vakið
verðskuldaða athygli. Fyrra bindi sögunnar, ÞÞ Í
Í fátæktarlandi, kom út árið 2007 og hlaut þá
tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.
Seinna bindið, ÞÞ Í Í forheimskunarlandi, kom út
árið 2009 og seldist upp. Nú eru báðar bækurnar
fáanlegar í tveimur kiljum.
Í bókunum
endurskapar Pétur þroskasögu Þórbergs sem
rithöfundar og einstaklings. Hann leitar víða
fanga, m.a. í sendibréfum, dagbókum og óútgefnu
ævisöguhandriti, svo og í útkomnum verkum
Þórbergs. Pétur endurskapar andrúmsloft liðinna
ára og dregur upp forvitnilega og heillandi mynd
af einum merkasta rithöfundi okkar sem koma mun
nýjum sem gömlum aðdáendum Þórbergs á óvart.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt