Vörumynd

Þingræði á Íslandi - samtíð

Þegar Íslendingar fengu heimastjórn árið 1904
markaði sú nýja stjórnskipan upphaf þingræðis í
landinu. Öld síðar ákvað forsætisnefnd Alþingis
að minnast tím...

Þegar Íslendingar fengu heimastjórn árið 1904
markaði sú nýja stjórnskipan upphaf þingræðis í
landinu. Öld síðar ákvað forsætisnefnd Alþingis
að minnast tímamótanna með því að standa að
ritun bókar um þingræði á Íslandi í 100 ár og
fékk til verksins fræðimenn á ýmsum
sviðum.
Þingræði er grundvallareinkenni
íslenskrar stjórnskipunar en þrátt fyrir að
orðið heyrist oft í dægurumræðu hefur fremur
lítið verið fjallað um það fræðilega. Í þessari
bók eru ýmsir þættir þingræðis rannsakaðir út
frá ólíkum sjónarhornum og fræðigreinum:
lögfræði, stjórnmálafræði og sagnfræði. Fjallað
er um þingræðishugtakið í sögulegu og alþjóðlegu
samhengi, þingræðisregluna í íslenskri
stjórnskipun, þingræði í framkvæmd hér á landi
fyrr og síðar og stöðu Alþingis í því
meirihlutaþingræði sem hér hefur lengst af ríkt.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt