Vörumynd

Way Over

Aldrei fyrr hefur íslensk myndlist verið jafn
áberandi á alþjóðavettvangi eins og síðustu ár.
Til að kynna betur fyrir alþjóðlegum viðtakendum
hvað íslenski...

Aldrei fyrr hefur íslensk myndlist verið jafn
áberandi á alþjóðavettvangi eins og síðustu ár.
Til að kynna betur fyrir alþjóðlegum viðtakendum
hvað íslenskir myndlistarmenn á ýmsum aldri eru
að fást við hleypir Kynningarmiðstöð íslenskrar
myndlistar af stokkunum ritröð sem kemur út á
tveggja ára fresti um íslenska samtímalist.
Fyrsta bókin í röðinni, Way Over, var kynnt á
ýmsum vettvangi um heim allan sumarið 2016 og
fjallar um listamenn sem vinna á fjölbreytilegan
hátt með ýmsa miðla og hafa ýmist verið mjög
stórtækir í sýningarhaldi eða eru að stíga sín
fyrstu skref.

Ritstjóri bókarinnar er Klara
Þórhallsdóttir og tekur hún viðtöl við
listamennina sem sumir unnu verk sérstaklega
fyrir þessa útgáfu. Þeir skýra út forsendur
vinnu sinnar, fjalla um sín nýjustu verk og
hvert þeir stefna. Í bókinni er til að mynda
viðtal og umfjöllun um Libia Castro og Ólaf
Ólafsson sem voru fulltrúar Íslendinga á
Feneyjatvíæringnum árið 2011.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt