Vörumynd

Litlu dauðarnir -Kilja

Kristófer Sveinbjörnsson virðist lifa hinu
fullkomna lífi. Hann er í öruggri vinnu, kvæntur
konu af góðum ættum og saman eiga þau
heilbrigðan dreng. En ekki...

Kristófer Sveinbjörnsson virðist lifa hinu
fullkomna lífi. Hann er í öruggri vinnu, kvæntur
konu af góðum ættum og saman eiga þau
heilbrigðan dreng. En ekki er allt sem
sýnist.Daginn sem hann missir vinnuna byrjar
veröldin bókstaflega að molna undan fótum hans,
litlar lygar verða að stórum vandamálum og
einfaldar áætlanir breytast í ógnvænlega martröð
sem engan endi ætlar að taka. Í örvæntingu sinni
flýr Kristófer með fjölskylduna út á land en
hann getur hvorki flúið sjálfan sig né fortíðina
Í farangurinn er lítið annað en svik, leyndarmál
og lygar. Hvað gerðist í febrúar 2007? Í þessari
mögnuðu sögu sýnir metsöluhöfundurinn Stefán
Máni á sér nýjar hliðar. Hann skyggnist lengra
og dýpra en áður í lýsingu sinni á Kristófer og
fólkinu hans, spennan er ekki síður í
sálarlífinu en í sökkvandi stoðum hins
borgaralega lífs söguhetjunnar.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt