Vörumynd

Hreinsun

Aliide á ekki von á góðu þegar hún finnur
ókunnuga stúlku, Zöru, hrakta og hrjáða í
garðinum sínum einn morguninn. Er stúlkan þar af
algerri tilviljun eða æ...

Aliide á ekki von á góðu þegar hún finnur
ókunnuga stúlku, Zöru, hrakta og hrjáða í
garðinum sínum einn morguninn. Er stúlkan þar af
algerri tilviljun eða ætlaði hún sér einmitt á
þennan stað? Aliide veitir henni húsaskjól og
smám saman kemst hún að því að saga þeirra Zöru
er samfléttuð, og fyrir lesanda opnast víð sýn
yfir harmsögu Eista á liðinni öld.
Hreinsun er
bókmenntaviðburður, margradda skáldsaga um
reynslu fólks í Eistlandi undir hæl
Sovétríkjanna. Jafnframt er frásögnin nærgöngul
lýsing á tveim konum sem eru ítrekað beygðar og
niðurlægðar en rísa alltaf upp á ný.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt