Vörumynd

Saga þeirra, sagan mín

Katrín Thorsteinsson giftist Eggerti Briem vorið
1901 og þau taka við búskap í Viðey tengjast
auðugar og valdamiklar fjölskyldur. Katrín er
sjálfstæð kona s...

Katrín Thorsteinsson giftist Eggerti Briem vorið
1901 og þau taka við búskap í Viðey tengjast
auðugar og valdamiklar fjölskyldur. Katrín er
sjálfstæð kona sem lætur hjartað ráða för og
storkar gildum samfélagsins. Harmræn örlög
hennar móta líf dóttur hennar, heimsborgarans
Ingibjargar Briem Í Stellu, sem festir hvergi
rætur.

Stúlkan sem hlaut nöfn móður sinnar og
ömmu, Katrín Stella Briem Í Kanda, segir hér
sögu þeirra þriggja. Líf Köndu einkennist af
sviptivindum og skörpum andstæðum. Í gegnum
föðurættina tekur hún þátt í allsnægtalífi
bresku yfirstéttarinnar en þess á milli fylgir
hún móður sinni heimshorna á milli í rótlausri
tilveru og stundum sárri fátækt. Þegar líferni
Stellu kemur þeim mæðgum á götuna þarf Kanda að
rífa sig upp úr örbirgðinni og hefja nýtt líf.

Verslanir

  • Penninn
    6.742 kr.
    6.068 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt