Vörumynd

Eldvitnið - kilja

Á stúlknaheimili norður af Sundsvall í Svíþjóð
gerast voveiflegir atburðir. Á dimmu haustkvöldi
finnst ein stúlknanna myrt og skömmu síðar
gæslukona. Lík un...

Á stúlknaheimili norður af Sundsvall í Svíþjóð
gerast voveiflegir atburðir. Á dimmu haustkvöldi
finnst ein stúlknanna myrt og skömmu síðar
gæslukona. Lík ungu stúlkunnar er í undarlegri
stellingu: með hendurnar fyrir andlitinu.

Engin
vitni voru að voðaverkunum en nokkrum dögum
eftir að þau eru framin hringir kona í
Stokkhólmi í lögregluna og segist geta veitt
upplýsingar Í gegn gjaldi.

Í þetta skipti er
lögregluforinginn Joona Linna nánast ráðþrota.
Hvaða öfl eru þarna að verki?

Eldvitnið er
þriðja bók Lars Kepler en á bak við
höfundarnafnið eru hjónin Alexandra og Alexander
Ahndoril. Fyrri bækurnar tvær, Dávaldurinn og
Paganinisamningurinn, hafa einnig komið út á
íslensku og slógu rækilega í gegn hér eins og
erlendis.

Jón Daníelsson þýddi.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt