Vörumynd

Órólegi maðurinn - kilja

Einn vetrardag árið 2008 hverfur hátt settur
sænskur sjóliðsforingi, Håkan von Enke, á
daglegri morgungöngu sinni. Málið snertir Kurt
Wallander lögreglufull...

Einn vetrardag árið 2008 hverfur hátt settur
sænskur sjóliðsforingi, Håkan von Enke, á
daglegri morgungöngu sinni. Málið snertir Kurt
Wallander lögreglufulltrúa í Ystad persónulega
vegna þess að von Enke er tengdafaðir Lindu
dóttur hans.

Þegar eiginkona von Enke hverfur
líka jafn sporlaust og á jafn dularfullan hátt
verður Wallander enn helteknari af gátunni. Smám
saman eru þræðir raktir aftur til kalda
stríðsins, grimmrar samkeppni stórveldanna í
austri og vestri. Kannski er málið margfalt
alvarlegra en Svíar hafa áður kynnst. En það er
erfitt að fá góða yfirsýn því margir vilja varpa
ryki í augu Wallanders

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt