Vörumynd

Sólstjakar

Spennusagan Sólstjakar, nýjasta bók Viktors
Arnars Ingólfssonar, kemur 1. október. Þetta er
sjöunda bók Viktors en flestir kannast við bækur
hans Flateyjarg...

Spennusagan Sólstjakar, nýjasta bók Viktors
Arnars Ingólfssonar, kemur 1. október. Þetta er
sjöunda bók Viktors en flestir kannast við bækur
hans Flateyjargátu, Engin spor og Aftureldingu
sem rataði á sjónvarpsskjái landsmanna fyrir
stuttu þegar sakamálaserían Mannaveiðar var gerð
eftir henni. Nýja sagan gerist að hluta til í
Þýskalandi þegar afar óvenjulegt morð er framið
í íslenska sendiráðinu í Berlín. Á skrifstofu
sendiherrans situr vafasamur viðskiptajöfur með
iðrin úti og flugbeittan veiðihníf á kafi í
maganum. Hann er dauður. Hver átti sökótt við
þennan mann? Og hvernig komst hnífurinn inn um
öflugt öryggishlið norrænu sendiráðanna?
Lögreglumaðurinn Birkir Li Hinriksson er sendur
ásamt félögum sínum til Berlínar til að hefja
rannsókn málsins. En þrátt fyrir þröngt leiksvið
og fáa grunaða reynist málið flókið því rætur
þess ná langt aftur í tímann. Íslenska
lögregluliðið má hafa sig allt við að grafast
fyrir um þær og koma í veg fyrir að fleiri falli
í valinn

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  2.590 kr.
  Skoða
 • Penninn
  2.592 kr.
  2.333 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt