Vörumynd

Kortið og landið - kilja

Myndlistarmaðurinn Jed Martin, einfari í
listheimi Parísarborgar, verður þekktur fyrir
sérstæðar ljósmyndir af Michelin landakortum.
Þegar hann undirbýr ára...

Myndlistarmaðurinn Jed Martin, einfari í
listheimi Parísarborgar, verður þekktur fyrir
sérstæðar ljósmyndir af Michelin landakortum.
Þegar hann undirbýr áratug síðar sýningu á
stórum málverkum af vinnandi fólki ákveður
listaverkasalinn hans að fá rithöfundinn fræga,
Michel Houellebecq, til að skrifa grein í
sýningarskrána. Í staðinn
málar Jed Martin mynd
af honum. Sýningin slær í gegn og málverkin
seljast fyrir óheyrilegar upphæðir. En Jed
Martin bregður í brún þegar lögreglan hefur
samband
við hann vegna óhugnanlegs morðmáls
...

Michel Houellebecq hefur verið nefndur
³rokkari franskra bókmenntaÊ. Bækur hans eru
geysivinsælar í heimalandinu og hafa verið
þýddar á tugi tungumála. Kortið og landið hlaut
árið 2010 Concourt-verðlaunin, helstu
bókmenntaverðlaun Frakklands.

Bókin sameinar á
snilldarlegan hátt glæpasögu, örlagasögu
einstaklings, lýsingu á sambandi föður og sonar
og hárbeitta greiningu á þróun listheims og
samfélags á 21. öld.

Friðrik Rafnsson þýddi.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  1.490 kr.
  Skoða
 • Penninn
  Til á lager
  4.148 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt