Vörumynd

Skáldsaga um Jón

Séra Jón Steingrímsson er einn merkasti klerkur
Íslandssögunnar, ³eldklerkurinnÊ í
Skaftáreldum.Í einstæðri skáldsögu með lýsandi
titli, Skáldsaga um Jón &a...

Séra Jón Steingrímsson er einn merkasti klerkur
Íslandssögunnar, ³eldklerkurinnÊ í
Skaftáreldum.Í einstæðri skáldsögu með lýsandi
titli, Skáldsaga um Jón & hans rituðu bréf til
barnshafandi konu sinnar þá hann dvaldi í helli
yfir vetur & undirbjó komu hennar & nýrra tíma,
kynnumst við honum sem ungum manni og fylgjumst
með upphafi nútímans á Íslandi gegnum örlagaríka
sögu af mótun manns og lands.Haustið 1755 fer
Jón úr Skagafirði suður í Mýrdal. Hann liggur
undir grun um að hafa myrt fyrri eiginmann
Þórunnar konu sinnar og hefur hrakist úr starfi
við Reynistaðarklaustur. En Suðurland er ekki
fýsilegt til búsetu: Katla gýs eldi og eimyrju,
Mýrdalurinn er hulinn ösku og rógurinn fylgir
Jóni hvert sem hann fer. Hann sest að í helli
við Reynisfjöru ásamt bróður sínum og vinnumanni
og undirbýr komu konu sinnar suður. Í hellinum
þarf Jón að takast á við sína innri djöfla,
vonleysi og ótta með því að tengja sig við ástina

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt