Vörumynd

Katla-The Story of The Evil So

Vilhjálmur Goði, sem mörgum er kunnugur úr
fjölmiðlum, hefur undanfarin ár unnið við
fararstjórn og þjónustu við erlenda ferðamenn.
Honum fannst tilfinnaleg...

Vilhjálmur Goði, sem mörgum er kunnugur úr
fjölmiðlum, hefur undanfarin ár unnið við
fararstjórn og þjónustu við erlenda ferðamenn.
Honum fannst tilfinnalegur skortur á
skemmtilegum útgáfum af íslenskum þjóðsögum
fyrir ferðamenn. Hann ákvað að endurskrifa 5
vinsælar þjóðsögur þannig að skemmtilega væri
með farið, en að innihaldi og boðskap sagnanna
væri sýnd full virðing. Þannig varð
geisladiskurinn Katla Volcano & 4 other
Icelandic Legends til.
Diskurinn inniheldur
söguna um Kötlu, Gullfoss, skessuna Gilitrutt,
Ævintýrið um Jóru í Jórukleif (Öxará) og meira
að segja sögu um marbendil. Sögurnar eru á
ensku, og eru framreiddar á skemmtilegan og
lifandi hátt með tilheyrandi látum og effektum
fyrir fólk með skopskyn.
Sögurnar eiga það
sameiginlegt að gerast á og í kringum nokkra af
vinsælustu ferðamannastöðum landsins, og í
textum inni í disknum er fjarlægð þeirra frá
höfuðborginni og nokkrar aðrar staðreyndir
teknar fram til fróðleiks.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt