Vörumynd

Mikael Lind-Unsettled Beings

Sænski tónlistarmaðurinn Mikael Lind hefur verið
búsettur á Íslandi síðan 2006 og gefið út tvær
plötur hér á landi. Unsettled Beings er þriðja
platan hans, ...

Sænski tónlistarmaðurinn Mikael Lind hefur verið
búsettur á Íslandi síðan 2006 og gefið út tvær
plötur hér á landi. Unsettled Beings er þriðja
platan hans, og er útgefandinn í þetta skiptið
Time Released Sound frá San Francisco í
Bandaríkjunum. Platan var hins vegar einnig
tekin upp á Íslandi.
Á fyrri part Unsettled
Beings er söngur í fyrsta skipti mikilvægur
kafli í tónlist Mikaels, og í samstarfi við Ryan
Karazija úr Low Roar hefur hann samið
draumkennda popptónlist með klassísku ívafi. Á
seinni part plötunnar tekur nýr tónn við, og
áhrif úr tilraunakenndri raftónlist ásamt
mínimalískum pólýryþma gera vart við sig.
Fyrir
utan Ryan Karazija leikur Paul Evans á fiðlu og
hann hljóðblandaði einnig plötuna í
Gróðurhúsinu. Alex Somers hljóðjafnaði plötuna í
stúdíó sínu í Reykjavík.
Mikael Lind er í
augnablikinu búsettur í Edinborg í Skotlandi í
eitt ár þar sem hann er að taka mastersgráðu í
stafrænni tónlist við listaháskólann.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt