Vörumynd

Upp á yfirborðið-Nýjar ranns.

Á þessu ári eru 15 ár liðin frá því að
Fornleifastofnun Íslands var formlega komið á
laggirnar. Af því tilefni kemur út þetta
greinasafn eftir tuttugu og e...

Á þessu ári eru 15 ár liðin frá því að
Fornleifastofnun Íslands var formlega komið á
laggirnar. Af því tilefni kemur út þetta
greinasafn eftir tuttugu og einn höfund, sem
allir hafa tekið þátt í að gera stofnunina að
leiðandi afli í íslenskum fornleifarannsóknum.
Margar af greinunum eru sprottnar upp úr hinum
stóru uppgraftar- og skráningarverkefnum sem
Fornleifastofnun hefur staðið fyrir, aðrar sýna
hvernig hægt er að ná vísindalegum niðurstöðum
út úr þjónusturannsóknum og enn aðrar eru
afrakstur sjálfstæðra rannsókna vísindamanna
stofnunarinnar. Bókin bregður upp mynd af því
frjóa og fjölbreytilega vísindastarfi sem fram
fer á Fornleifastofnun. Kynntar eru ferskar
niðurstöður og nýstárlegar hugmyndir sem
endurspegla það sem hefur verið að gerast í
íslenskri fornleifafræði á undanförnum árum.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt