Vörumynd

James McVinnie-Cycles

McVinnie hefur verið einn ötulasti
samstarfsmaður Bedroom Community í gegnum árin
og iðulega spilað inn á plötur og á tónleikum
með flestum listamönnum henn...

McVinnie hefur verið einn ötulasti
samstarfsmaður Bedroom Community í gegnum árin
og iðulega spilað inn á plötur og á tónleikum
með flestum listamönnum hennar. Hann ætti
jafnframt að vera Íslendingum kunnugur en hann
hefur til að mynda sótt landið heim til að
flytja tónlist á Iceland Airwaves og Við Djúpið,
en hann var einn aðalkennarra síðustu hátíðar
auk þess að koma fram á lokatónleikum
hennar.
McVinnie er fyrrum aðstoðarorganisti
hinnar sögufrægu Westminster Abbey kirkju auk
þess að stjórna kór hennar. Hann er þó ekki
einungis tengdur hinum klassíska heimi, en auk
Nico Muhly hafa fjölmörg tónskáld úr
ný-klassíska geiranum samið verk fyrir McVinnie,
til að mynda Robert Walker, Richard Reed Parry
(Arcade Fire), Shara Worden (My Brightest
Diamond) og David Lang.
Cycles samanstendur sem
áður segir af verkum eftir Muhly en auk James
McVinnie eru það Nadia Sirota (sem, líkt og
Muhly, er einnig á mála hjá Bedroom Community),
Chris Thompson og Simon Wall sem flytja verkin.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt