Vörumynd

Lærlingurinn - kilja

Skelfileg ódæði eru framin í fínni hverfum
Boston og nágrennis. Vel stæðir karlmenn eru
þvingaðir til að horfa á eiginkonur sínar
svívirtar áður en þeir eru...

Skelfileg ódæði eru framin í fínni hverfum
Boston og nágrennis. Vel stæðir karlmenn eru
þvingaðir til að horfa á eiginkonur sínar
svívirtar áður en þeir eru myrtir og konurnar
numdar á brott. Aðfarirnar minna mjög á
Skurðlækninn, fjöldamorðingja sem setið hefur í
öryggisfangelsi í heilt ár, síðan
lögreglukonunni Jane Rizzoli tókst að elta hann
uppi. Sjálf komst hún naumlega hjá að verða
honum að bráð og ber þess merki á líkama og sál.
Nú vaknar ótti hennar aftur og ekki að
ástæðulausu; nýi morðinginn gefur læriföður
sínum ekkert eftir og brátt er Jane sjálf í
sigtinu. En óttanum fylgir ofsafengin reiði yfir
grimmd illvirkjanna og þrátt fyrir taumlausan
óhugnaðinn neitar hún að gefast upp fyrr en í
fulla hnefana. Lærlingurinn er æsispennandi
hrollvekja eftir metsöluhöfundinn Tess
Gerritsen. Undanfari hennar, Skurðlæknirinn, sló
í gegn hjá lesendum og hlaut frábæra dóma.
Hallgrímur H. Helgason þýddi

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  2.790 kr.
  Skoða
 • Penninn
  2.800 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt