Vörumynd

Kona þriggja eyja

Ása Guðmundsdóttir Wright var læknisdóttir úr
Stykkishólmi sem hélt ung til Englands þar sem
hún lærði hjúkrun, tók þátt í aðgerðum
kvenréttindakvenna og sa...

Ása Guðmundsdóttir Wright var læknisdóttir úr
Stykkishólmi sem hélt ung til Englands þar sem
hún lærði hjúkrun, tók þátt í aðgerðum
kvenréttindakvenna og saumaði sér kjól úr
gardínuefni sem hún klæddist þegar hún gekk
fyrir konung. Hún giftist breskum lögfræðingi og
varð hefðarfrú í Cornwall. Þau hjónin fluttu úr
gráma eftirstríðsáranna til Karíbahafseyjarinnar
Trínidad og keyptu þar búgarð inni í frumskógi.
Þar lifðu þau litríku lífi og spreyttu sig meðal
annars á flóðsvínaræktun. Í ellinni stóð Ása að
stofnun náttúruverndarsvæðis sem ber nafn hennar
og er víðfrægt. Þrátt fyrir nær sextíu ára dvöl
á framandi slóðum gleymdi hún aldrei uppruna
sínum og gaf eigur sínar heim til Íslands að
leiðarlokum. Saga Ásu er saga stórmerkrar konu
sem ekki batt bagga sína sömu hnútum og
samferðamenn og sat ekki alltaf á friðarstóli.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  4.790 kr.
  Skoða
 • Penninn
  6.223 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt