Vörumynd

Amma Lo-Fi Kjallaraspólur+DVD

Amma Lo-fi er portrett af Sigríði Níelsdóttur
sem fór að taka upp og gefa út sína eigin
tónlist á áttræðisaldri. Myndin var tekin upp á
Super-8 og 16mm film...

Amma Lo-fi er portrett af Sigríði Níelsdóttur
sem fór að taka upp og gefa út sína eigin
tónlist á áttræðisaldri. Myndin var tekin upp á
Super-8 og 16mm filmur yfir átta ára tímabil á
meðan sköpunarkraftur listakonunnar var í
hámarki. Samhliða því að galdra fram á sjöunda
hundrað laga, tók Sigríður til við að vinna
óborganlegar klippimyndir og hélt á þeim fjórar
einkasýningar.

Ljóðræn uppátæki eins og að
fóstra vængbrotna dúfu sem syngur fyrir hana
lagstúf að launum eða það að breyta rjómaþeytara
í þyrlu, kalla á teiknaðar hreyfimyndir sem í
kvikmyndinni brúa óljóst bilið á milli einstaks
ímyndunarafls Sigríðar og hversdagstilveru
hennar.

Sigríður hefur lengi verið dáð meðal
íslenskra tónlistamanna, en nokkrir þeirra votta
henni og ómótstæðilegum lagstúfum hennar
virðingu sína í myndinni með stuttum innslögum:
Mugison, Hildur Guðnadóttir, múm, Sin Fang, Mr.
Silla og Kría Brekkan.
punarkraf hennar.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Penninn
    Til á lager
    3.422 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt