Vörumynd

Krakkajóga með Auði Bjarnad.

Hér er á ferðinni stórskemmtilegt myndband þar
sem áherslan er á leik og gleði. Börnin læra
ýmsar jógastöður og æfingar sem styrkja
jafnvægi, skerpa einbeit...

Hér er á ferðinni stórskemmtilegt myndband þar
sem áherslan er á leik og gleði. Börnin læra
ýmsar jógastöður og æfingar sem styrkja
jafnvægi, skerpa einbeitingu og hjálpa til við
slökun. Dýraríkið og náttúran eru áberandi í
krakkajóga og þótt leikgleðin sé í fyrirrúmi er
myndbandið í senn bæði fræðandi og örvandi fyrir
ímyndunaraflið. Rannsóknir hafa sýnt að börn
læra best í gegnum hreyfingu og leik, á meðan
þau eru vökul og slök. Jóga þýðir sameining og
hjálpar okkur að finna jafnvægi á huga, líkama
og sál. Hjálpum börnunum okkar að halda jafnvægi
á ógnarhraða nútímans, að halda í friðssældina
og leikgleðina sem býr í hjarta þeirra en vill
svo oft týnast þegar alvara lífsins lætur sjá
sig. Hjálpum þeim að vera. Myndefnið var tekið
upp á Þingvöllum á fallegum sumardegi, með
kátum krökkum sem eru hér að stíga sín fyrstu
skref inn í jógaheiminn og vilja leyfa ykkur að
fylgjast með, nú og taka þátt auðvitað.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt