Vörumynd

Skeiðæingatal

Skeiðæingatal er lausamálsljóð, eins konar
grafskriftir, nema hvað það eru hinir látnu
sjálfir sem lýsa lífi sínu í stuttu máli og þar
sem þeir eru dánir ge...

Skeiðæingatal er lausamálsljóð, eins konar
grafskriftir, nema hvað það eru hinir látnu
sjálfir sem lýsa lífi sínu í stuttu máli og þar
sem þeir eru dánir geta þeir verið alveg
hreinskilnir og lýst sjálfum sér og
samferðafólki sínu án nokkurra undanbragða. Það
var ekki síst þessi hreinskilni sem vann verkinu
strax í upphafi mikilla vinsælda og virðingar,
en samferðafólk Masters í Lewistown, Illinois
varð hins vegar nokkuð súrt út í hann fyrir að
gera svo afdráttarlaust upp við fólk sem svaf
friðsamlega í gröfum sínum. Það eru 244 persónur
sem lýsa lífi sínu í verkinu og hvert ljóð ber
nafn viðkomandi persónu. Sum ljóðin talst við
þrátt fyrir að um eintal sé að ræða. Styrkur
þessara eintala er slíkur að sumir
leiklistarkennarar, sem leggja áherslu á
textatúlkun og persónusköðun, láta nemendur sína
leika persónur Masters í æfingaskyni. Í flestum
tilfellum er um fyrstu persónu lýsingar að ræða
í þessu virta verki, sem er einn af hornsteinum
bandarískrar ljóðagerðar.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt