Vörumynd

Meistari hinna blindu-kilja

Mannkynið var rekið á flótta og gert að
stefnulausri
hjörð sem Dauðaherrarnir veiddu að
vild.Ê
Í sundraðri veröld þar sem mannkynið er
ums...

Mannkynið var rekið á flótta og gert að
stefnulausri
hjörð sem Dauðaherrarnir veiddu að
vild.Ê
Í sundraðri veröld þar sem mannkynið er
umsetið ókennilegum öflum vaknar Mikael í
mannlausu þorpi, minnislaus, særður og eini
eftirlifandi fólskulegrar árásar. Mikael heldur
af stað í leit að ódæðismönnunum og svörum um
eigin fortíð. Í ferðalagi um grimman en
heillandi heim uppgötvar hann ýmislegt um
sjálfan sig og kynnist bæði bandamönnum og
óvinum.
Skrímsli leynast jafnt í eyðilendum
Jaðarsins sem skúmaskotum stórborga. Áður en
Mikael veit af er hann orðinn hluti af baráttu
þar sem ævafornar verur úr myrkraheimum herja á
sálir manna og það sem eftir stendur af
brothættri siðmenningu.
Elí Freysson stígur fram
á ritvöllinn með fyrsta verkið í fantasíubókaröð
sem mun heilla lesendur og opna fyrir þeim nýja
heima.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt