Vörumynd

Appelsínur frá Abkasíu

Nafn Veru Hertzsch er mörgum Íslendingum kunnugt
og órjúfanlega tengt Halldóri Laxness og
uppgjöri hans við Sovétkommúnismann sem hann
aðhylltist ungur. Vet...

Nafn Veru Hertzsch er mörgum Íslendingum kunnugt
og órjúfanlega tengt Halldóri Laxness og
uppgjöri hans við Sovétkommúnismann sem hann
aðhylltist ungur. Veturinn 1938, þegar
hreinsanir Stalíns stóðu sem hæst, var Vera
tekin höndum ásamt ársgamalli hálfíslenskri
dóttur sinni fyrir augunum á Halldóri sem var
gestkomandi á heimili þeirra í Moskvu.
Aldarfjórðungur leið þar til hann leysti frá
skjóðunni um þann atburð en afdrif mæðgnanna
voru áfram óleyst gáta.

Þessi áhrifamikla
saga er hér loksins sögð til enda. Jón Ólafsson
hefur rannsakað æviferil Veru Hertzsch og rekur
hann eftir torsóttum heimildum og gegnum
endurminningar kvenna sem sátu í sömu fangabúðum
en komust, ólíkt Veru, lífs af. Jafnframt er
ljósi varpað á kynni Íslendinga af Sovétríkjum
Stalíns og uppgjörið sem fram fór áratugum síðar
Í og ástæður þess að Vera Hertzsch varð
þjóðþekkt á Íslandi löngu eftir að hún hvarf.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt