Vörumynd

Sæmd - kilja

Á köldu vetrarkvöldi árið 1882 situr Benedikt
Gröndal skáld í einkennilega húsinu sínu og
ákveður að rífa sig upp úr drykkju og draumórum
og mæta til kennsl...

Á köldu vetrarkvöldi árið 1882 situr Benedikt
Gröndal skáld í einkennilega húsinu sínu og
ákveður að rífa sig upp úr drykkju og draumórum
og mæta til kennslustarfa í Lærða skólanum
daginn eftir. Þar er hins vegar kominn til valda
helsti lærdómsmaður landsins, Björn M. Ólsen,
sem lítur á það sem sitt lífsverkefni að hefja
þjóðina upp úr fáfræði og vesældómi; og það
verði ekki gert án hörku og aga. Skólapiltar
voru fjöregg landsins og framtíð, og því
áríðandi að ala þá upp í réttum anda. Ólíkir
menn, ólíkar hugmyndir Í og atvik í skólanum
verður til þess að þeim lýstur saman. Í þessari
heillandi og fágætlega vel skrifuðu sögu er
byggt á raunverulegum atburðum og persónum, og
þær notaðar til þess að draga upp áhrifamikla
mynd af svipmiklu fólki og mannlífi á viðkvæmu
skeiði í sögu þjóðarinnar. En Sæmd er líka saga
um glæp og refsingu, hugrekki, eðli valdsins,
stéttaskiptingu, hlutverk skáldsins í
samfélaginu Í og sæmdina.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  3.390 kr.
  Skoða
 • Penninn
  3.422 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt