bókinni er fjallað um þær breytingar sem urðu á
híbýlaháttum Íslendinga þegar hin fjölþjóðlega
nútímahreyfing í byggingarlist og hönnun
breiddist út á tímabilinu 1900Í1970 og tengsl
þeirra við norrænan listiðnað og hönnun. Efnið
er skoðað frá sjónarhóli módernismans og
efnismenningar hvað varðar húsgagnaframleiðslu,
ne...
bókinni er fjallað um þær breytingar sem urðu á
híbýlaháttum Íslendinga þegar hin fjölþjóðlega
nútímahreyfing í byggingarlist og hönnun
breiddist út á tímabilinu 1900Í1970 og tengsl
þeirra við norrænan listiðnað og hönnun. Efnið
er skoðað frá sjónarhóli módernismans og
efnismenningar hvað varðar húsgagnaframleiðslu,
neysluhætti og hlutverk sýninga. Hugmyndir um
fagurbætur birtust m.a. í heimilissýningum,
umræðu um bygginga- og heimilisiðnaðarmál og með
innreið vinnuvísinda á heimilum. Greint er
hvernig módernismi eða norrænn funksjónalismi
mótaði nýja fagurfræðilega sýn á húsakost og
híbýlaprýði og átök hefða og nútíma, hins
þjóðlega og innflutta, sveita og kaupstaða, eru
skýrð með vísun í ³útskurðartímabiliðÊ, tilurð
stássstofunnar og samkeppni um þjóðleg húsgögn.
Sjónum er síðan beint að húsgögnum sem ³hlutumÊ
í nútímavæðingu heimila í kaupstað og sveit.
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.