Vörumynd

HSÞ 100 ára 1914-2014

Árið 2007 sameinuðust Héraðssamband
Suður-Þingeyinga og Ungmennasamband
Norður-Þingeyinga. Nágrannarnir, sem í heila öld
hafa verið samherjar og keppinautar...

Árið 2007 sameinuðust Héraðssamband
Suður-Þingeyinga og Ungmennasamband
Norður-Þingeyinga. Nágrannarnir, sem í heila öld
hafa verið samherjar og keppinautar í senn,
ganga nú saman undir einu merki og heita
Héraðssamband Þingeyinga. Saga þessara
félagasamtaka er rakin hér. Hún er óslitin þótt
á ýmsu hafi gengið. Alltaf þegar einn hætti
hefur annar verið tilbúinn að taka við keflinu
og þessu mikla boðhlaupi sem nú hefur staðið í
hundrað ár og enginn veit hvar endar. Hér segir
í máli og myndum frá frumkvöðlum og
félgasmálatröllum, afreksfólki í allra handa
íþróttum og einnig þeim sem eingöngu keppa sér
til ánægju. Greint er frá sigrum og ósigrum á
stórum mótum og smáum. Dæmigerð saga dæmigerðs
héraðssambands sem byrjaði sem félagsmálaskóli
og breyttist með tímanum í íþróttafélag.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt