Vörumynd

Síðdegi

Vilborg Dagbjartsdóttir rithöfundur fagnar 80
ára afmæli þann 18. júlí nk. Af því tilefni
kemur út ný ljóðabók hennar, Síðdegi. Fyrsta
ljóðabók Vilborgar Da...

Vilborg Dagbjartsdóttir rithöfundur fagnar 80
ára afmæli þann 18. júlí nk. Af því tilefni
kemur út ný ljóðabók hennar, Síðdegi. Fyrsta
ljóðabók Vilborgar Dagbjartsdóttur var Laufið á
trjánum sem kom út árið 1960 og var hún þá ein
af fáum konum sem ortu atómljóð. Vilborg á
fjölda ljóða og greina í tímaritum og safnritum
á Íslandi og í útlöndum auk þess að vera
mikilvirkur þýðandi. Síðdegi er níunda ljóðabók
Vilborgar og enn eru yrkisefnin áþekk og forðum.
Í ljóðunum er þessi galdur sem gerir mannlífið
fallegra.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Penninn
    Til á lager
    3.102 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt