Vörumynd

Póstkortamorðin-Kilja

Bandaríski lögreglumaðurinn Jacob Kanon ferðast
milli evrópskra stórborga í leit að morðingja
dóttur sinnar og unnusta hennar. Þau voru myrt í
Róm og síðan ...

Bandaríski lögreglumaðurinn Jacob Kanon ferðast
milli evrópskra stórborga í leit að morðingja
dóttur sinnar og unnusta hennar. Þau voru myrt í
Róm og síðan hafa ung pör í fleiri borgum hlotið
sömu örlög. Áður en voðaverkin eru framin senda
morðingjarnir póstkort til blaðamanns á staðnum
Í og síðar ljósmynd af líkunum. Kanon og sænska
blaðakonan Dessie Larsson reyna að finna mynstur
í óhugnanlegum raðmorðunum Í en tekst þeim að
stöðva hryllinginn? Hér stilla tveir
spennusagnameistarar, bandaríski
metsöluhöfundurinn James Patterson og sænska
glæpasagnadrottningin Liza Marklund, saman
strengi sína í fyrsta sinn. Glæpasagnaunnendur
þekkja þau bæði af góðu en Patterson er
margkrýndur meistari spennusögunnar og selur
fleiri bækur á heimsvísu heldur en flestir
kollegar hans Í þó þeir leggi saman. Marklund er
enginn nýgræðingur heldur og verma bækur hennar
toppsæti metsölulista víða um heim.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt