Vörumynd

Sagan upp á hvern mann19

Í þessari bók er fjallað um heimssýn í ævintýrum
og sagnasjóðum Elísabetar Friðriksdóttur,
Friðfinns Runólfssonar, Guðríðar Finnbogadóttur,
Herdísar Jónasdó...

Í þessari bók er fjallað um heimssýn í ævintýrum
og sagnasjóðum Elísabetar Friðriksdóttur,
Friðfinns Runólfssonar, Guðríðar Finnbogadóttur,
Herdísar Jónasdóttur, Katrínar Valdimarsdóttur,
Kristinar Níelsdóttur, Stefáns Guðmundssonar og
Steinunnar Þorsteinsdóttur. Þetta sagnafólk er
valið úr hópi þeirra fjölmörgu sem sagt hafa
ævintýri sín og sögur inn á segulbpnd sem
verðveitt eru í Árnasafni í Reykjavík. Efninu
var safnað af Hallfreði Erni Eiríkssyni, Jóni
Samsonarsyni og Helgu Jóhannsdóttur á árunum
1963-72. Reynt er að leita svara við spurningum
um hlutverk og umhverfi ævintýranna, hvort og þá
hvernig náttúrulegt og félagslegt umhverfi
endurspeglast í ævintýrum sem sagnafólkð velur
að segja. Æviskeið fólksins er því kannað og
sagnasjóður hvers og eins gaumgæfður.Getur
verið að lífsviðhorf, gildismat og stéttarvitund
sagnafólksins birtist á einhvern hátt í sögunum?
Er munur á ævintýrum karla og kvenna?

Verslanir

  • Penninn
    5.601 kr.
    5.041 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt