Vörumynd

Sjötta skotmarkið - kilja

James Patterson hittir alltaf í mark. Bækur hans
hafa verið þýddar á 49 tungumál og selst í 150
milljónum eintaka. Hann skýtur síður en svo fram
hjá í Sjött...

James Patterson hittir alltaf í mark. Bækur hans
hafa verið þýddar á 49 tungumál og selst í 150
milljónum eintaka. Hann skýtur síður en svo fram
hjá í Sjötta skotmarkinu, sjöttu bókinni um
Kvennamorðklúbbinn. Stjórnlaus byssumaður leikur
lausum hala og eftir að hann lætur til skarar
skríða um borð í ferju er lögreglukonan Lindsay
Boxer fengin til að rannsaka málið. Þrír liggja
látnir á vettvangi og enn eitt fórnarlamb
árásarinnar berst fyrir lífi sínu. Rannsóknin
tekur óvænta stefnu þegar Lindsay kemst að raun
um að sú særða er vinkona hennar, Claire
Washburn, félagi í Kvennamorðklúbbnum. Samtímis
reynir Lindsay að fá botn í dularfullt
barnshvarf. Í ljós kemur að fleiri börnum hefur
verið rænt án þess að nokkur hafi farið fram á
lausnargjald. Nú þarf Lindsay að hafa uppi á
ræningjunum í æsilegu kapphlaupi við tímann.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt