Vörumynd

Litir íslenska hestsins - Ensk

Litadýrð íslenska hestakynsins er einstakur
fjársjóður sem hrossaræktendur hafa borið gæfu
til að halda við og hlúa að. Hestafólki er þó
oft vandi á höndum ...

Litadýrð íslenska hestakynsins er einstakur
fjársjóður sem hrossaræktendur hafa borið gæfu
til að halda við og hlúa að. Hestafólki er þó
oft vandi á höndum þegar kemur að því að greina
liti og litbrigði rétt og skilja erfðir
litanna.

Í þessari bók er loksins komið til
móts við þarfir hestafólks fyrir skýrt,
greinargott og heildstætt yfirlit yfir alla liti
og litbrigði íslenska hrossastofnsins.
Höfundurinn, Friðþjófur Þorkelsson, hefur af
fádæma elju og þolinmæði unnið áratugum saman að
því að ljósmynda alla liti og öll litbrigði sem
þekkt eru. Þetta er dæmalaust þrekvirki því fá
hestakyn státa af jafnmikilli fjölbreytni í
litum og það íslenska. Sjáldgæfum afbrigðum er
gefinn sérstakur gaumur og fylgt er þróun lita
frá folaldsaldri til fullorðinsára, sem er
ómetanlegt fyrir alla sem vilja átta sig á
framtíðarlitum folalda.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt