Vörumynd

Þar sem himinn frýs við jörð

Norðurslóðir búa yfir mikilli náttúrufegurð og
tækifærum. Þær skipta sífellt meira máli fyrir
framtíð okkar allra og verða æ meira áberandi í
allri umræðu u...

Norðurslóðir búa yfir mikilli náttúrufegurð og
tækifærum. Þær skipta sífellt meira máli fyrir
framtíð okkar allra og verða æ meira áberandi í
allri umræðu um náttúruvernd, nýtingu auðlinda
og samgöngur. Hér segir frá för nokkurra
Íslendinga á heimsskautsslóðir Norður-Kanada.
Þeir könnuðu víðfeðm landsvæði sem mjög fáir
Íslendingar hafa heimsótt áður og eru okkur
framandi. Hugrekki, þolgæði og áratuga löng
reynsla af ferðum um hálendi Íslands kom þeim
áfram yfir mjög erfiðar torfærur. Sagt er frá
náttúruskilyrðum og fólki sem þeir hittu á
leiðinni. Athygli er einnig beint að sögu
landkönnuða fyrri alda sem lögðu leið sína um
þessar miskunnarlausu en töfrandi slóðir og
máttu oft gjalda það dýru verði. Bókina prýðir
mikill fjöldi stórglæsilegra ljósmynda sem
teknar voru í leiðangrinum. Auk þess fylgir
henni rúmlega klukkustundar löng
heimildarkvikmynd.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt