Vörumynd

Fuglar, veggspjald - teikningar Benedikts Gröndal

Crymogea
Veggspjald með teikningu Benedikts Gröndal af vaðfuglum, bæði varpfuglum og flækinga. Teikningin er úr einu af höfuðverkum Benedikts, Dýraríki Íslands. Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson fæddist á Álftanesi 1826 og lést í Reykjavík árið 1907. Hann var einn helsti menningarfrömuður Íslendinga á 19. öld, afburða málamaður, norrænufræðingur, skáld og rithöfundur, lipur teiknari og mikill áhugamaður um…
Veggspjald með teikningu Benedikts Gröndal af vaðfuglum, bæði varpfuglum og flækinga. Teikningin er úr einu af höfuðverkum Benedikts, Dýraríki Íslands. Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson fæddist á Álftanesi 1826 og lést í Reykjavík árið 1907. Hann var einn helsti menningarfrömuður Íslendinga á 19. öld, afburða málamaður, norrænufræðingur, skáld og rithöfundur, lipur teiknari og mikill áhugamaður um náttúru Íslands. Á efri árum varði hann nánast hverri stund við söfnun náttúrugripa, við að teikna dýr og plöntur og kynna Íslendingum og erlendum gestum náttúru Íslands með því að koma á fót vísi að náttúrugripasafni. Hann var einn af stofnendum Hins íslenska náttúrufræðifélags og fyrsti forseti þess. Hús hans við Vesturgötu í Reykjavík hefur nú verið gert upp og flutt í Grjótaþorpið. Þar stendur Reykjavíkurborg fyrir litlu safni tileinkað minningu hans og verkum. Efni Pappír Stærð 40 x 50 sm Umbúðir Pappahólkur Upprunaland Ísland Flokkast sem Pappír

Verslaðu hér

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt