Sérlega vandaður og veglegur ítalskur svefnsófi. Inni í baki sófans eru rúmgóð geymsluhólf sem opnast með honum. Tveir púðar fylgja – sem og heil (laus) 194×140 cm svampdýna sem leggst á fjaðr...
Sérlega vandaður og veglegur ítalskur svefnsófi. Inni í baki sófans eru rúmgóð geymsluhólf sem opnast með honum. Tveir púðar fylgja – sem og heil (laus) 194×140 cm svampdýna sem leggst á fjaðrandi stálgrind sem opnast með sófanum á einfaldan hátt.
Ítölsk gæði. Svefnsvæði Flórens sófans er vönduð, heil svampdýna á fjaðrandi stálgrind sem fer sérlega vel með gestina þína.
Flórens sófinn fæst í vönduðu, slitsterku áklæði; einlitu eða tvílitu.
Einlitur fæst sófinn í bæði gráum tónum og líflegri litum en tvílitur fæst hann annars vegar svartur/hvítur og hins vegar í fjólubláum/bleikum tónum.